Tónleikar – Harpa Ósk

784 295 Söngskólinn í Reykjavík

Harpa Ósk Björnsdóttir sópran
Kristinn Örn Kristinsson píanó

Tónleikar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í Langholtskirkju.
Harpa Ósk er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur

Gestir:
Jara Hilmarsdóttir mezzo-sópran
Josef Lund Josefsen tenór
Pétur Úlfarsson fiðla
Graduale Nobili
Hópur samnemenda Hörpu úr Söngskólanum í Reykjavík

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis! Skálað verður eftir tónleikana.

Um Hörpu Ósk:
Harpa Ósk Björnsdóttir sópran er fædd 1994 í Kópavogi. Hún hóf að læra á píanó 4urra ára, hjá Kristni Erni Kristinssyni og hóf söngnám 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur. Haustið 2012 hóf Harpa nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hefur Kristinn Örn verið meðleikari hennar alla tíð. Kórar hafa leikið stórt hlutverk í lífi Hörpu og í dag syngur hún í Graduale Nobili, sem Jón Stefánsson stjórnaði frá upphafi, en er nú undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Harpa Ósk söng hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni eftir Mozart í uppfærslu  Nemendaóperu Söngskólans, í Hörpu, vorið 2017.  Hún söng fyrir rödd aðalpersónu kvikmyndarinnar Þrestir, og  sl. sumar tók hún þátt í master class, í Austurríki, undir leiðsögn Ulrike Sych, rektors Tónlistarháskólans í Vínarborg.

Harpa lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík og nemur nú rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, samhliða söngnáminu. Hún hlaut nýlega styrk til að vinna að 10 vikna rannsóknarverkefni í sumar við California Institute of Technology, Caltech, í Los Angeles. Þar mun hún rannsaka ígræðanlegar nanórafrásir og möguleikann á að láta rafrásir ganga fyrir glúkósa í blóði.

Í júní mun Harpa koma fram á þrennum tónleikum með Josef Lund Josefson, í Nuuk í Grænlandi.