Viðburðir í tenglsum við stórafmæli Jóns Ásgeirssonar

352 182 Söngskólinn í Reykjavík

Jón Ásgeirsson 90 ára 

Ísalög gefur út söngsafn Jóns Ásgeirssonar, 3 bækur í boxi

 

Sunnudaginn 7. október 2018 kl. 20:00  

Jón Ásgeirsson 90 ára – heiðurstónleikar í Salnum í Kópavogi 

Jón Ásgeirsson tónskáld verður 90 ára í október og eru tónleikarnir haldnir til þess að heiðra Jón og hans ævistarf. Flutt verða sönglög og aríur frá ýmsum tímabilum.

Flytjendur: Valdís Gregory sópran, Agnes Thorsteins mezzósópran, Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór, Ágúst Ólafsson baritón og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari.

 

Þriðjudaginn 9. október 2018 kl. 14:00-16:00

Ljóða- og aríudeild við Söngskólinn í Reykjavík 

Jón Ásgeirsson leiðbeinir nemendum í ljóða- og aríudeild og undirbýr þá fyrir tónleika í tilefni af 90 ára afmæli Jóns. 

Umsjón: Ólöf Kolbrún Harðardóttir 

Píanóleikarar: Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson

Opið almenningi – áheyrn ókeypis 

 

Miðvikudaginn 10. október 2018 kl. 18:00  

Tónleikar til heiðurs Jóni Ásgeirssyni – Söngskólinn í Reykjavík 

Nemendur í ljóða- og aríudeild halda tónleika í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar. 

Umsjón: Ólöf Kolbrún Harðardóttir 

Píanóleikarar: Hólmfríður Sigurðardóttir og Kristinn Örn Kristinsson

Allir velkomnir og frítt inn

 

Fimmtudaginn 11. október 2018 – Afmælisdagur Jóns Ásgeirssonar

 

Miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 20:00  

Tíbrá tónleikaröð – Hvíslar mér hlynur – í Salnum í Kópavogi

Jón Ásgeirsson níræður
Okkar mikilsvirta söngvaskáld, Jón Ásgeirsson, fagnar níræðisafmæli þann 11. október. Af því tilefni býður Tíbrá tónleikaröðin upp á sönglagaveislu með mörgum af hans fegurstu lögum, aríum og dúettum. 

Flytjendur: Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Snorri Sigfús Birgisson.

 

Laugardaginn 20. október 2018 kl. 16:00  

Svartálfadans – Hannesarholt – Óperudaga í Reykjavík

Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari flytja ljóðaflokkinn Svartálfadans eftir Jón Ásgeirsson við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, ásamt nokkrum af þekktustu perlum tónskáldsins sem fagnar níræðisafmæli sínu í októbermánuði. 

Gunnar Þorsteinsson, þýðandi og þulur, les ljóðin úr Svartálfadansi milli laga. 

 

Föstudaginn 26. og laugardaginn 27. október 2018 kl. 20:00  

Þrymskviða – Norðurljósarsal Hörpu

Uppfærslan er í tilefni af 90 ára afmæli Jóns Ásgeirssonar og 100 ára fullveldi Íslands. Þrymskviða er fyrsta íslenska óperan, frumflutt árið 1974.

Ópera eftir Jón Ásgeirsson: 

Þór uppgötvar að hamar hans Mjölnir er horfinn! Þrymur þursadrottinn hefur rænt honum og heimtar Freyju í lausnargjald. Hún er ófáanleg til þess að fórna sér fyrir hamarinn svo Þór fer í kvenmannsgerfi til Jötunheima að endurheimta vopn sitt í fylgd Loka Laufeyjarsonar.

Flytjendur: Guðmundur Karl Eiríksson, Keith Reed, Margrét Hrafnsdóttir, Agnes Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Björn Jónsson, Björn Þór Guðmundsson, Háskólakórinn, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson / Leikstjóri: Bjarni Thor Kristinsson