Ný mini ópera eftir Guðmund Stein Gunnarsson verður frumflutt á Myrkum músíkdögum í Norðurljósasal Hörpu þ. 1. mars nk en óperan ber heitið Adibaran Ocirebal, sóló ópera fyrir eina rödd og rafhjóð. Þetta er frumflutningur og tekur 15 mínútur í flutningi. Guðmundur Steinn samdi verkið fyrir Ragnheiði Árnadóttur sem er m.a. fyrrverandi nemandi við Söngskólann í Reykjavík, en stundaði síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og í Hollandi og kennir nú við Tónlistarskóla Mosfellsbæjar.
Guðmundur nam tómsíðar við Mills College í Oakland í Kaliforníu með Alvin Curran, Fred Frith og John Bischoff. Einnig í Listaháskóla Íslands með Úlfari Haraldssyni og Hilmari Þórðarsyni. Hann hefur þá sótt tíma hjá Atla Ingólfssyni. Guðmundur sótti sumarnámskeið í tónsmíðum í Darmstadt árið 2008, meðal annars með Manos Tsangaris, Marco Stroppa og Brian Ferneyhough. Einnig sótti hann námskeið hjá Karlheinz Stockhausen í Kürten 2004. Þar að auki hefur hann sótt námskeið með Hans Abrahmsen, Helmut Lachenmann, Tristan Murail, Pauline Oliveros og Clarence Barlow.
Guðmundur hefur samið verk fyrir BBC Scottish Symphony, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput hópinn, Ensemble Adapter, Defun Ensemble, l’Arsenale, Kammersveit Reykjavíkur, Nordic Affect Íslenska Flautukórinn Quartet San Francisco, DuoHarpverk, Timo Kinnunen, Mathias Ziegler og Roberto Durante. Tónlist Guðmundar hefur heyrst á hátíðum eins og Tectonics Reykjavík og Glasgow, Transit, November Music, Musikin Aika, Ultima, MATA, Nordlichter Biennale, Thingamajigs Festival, Reno Interdisciplinary Arts Festival, Myrkum Músíkdögum, Frum, Við Djúpið, Iceland Airwaves, Sumartónleikum í Skálholti og á Norrænum músíkdögum. Árið 2014 var hann annar aðalgestafyrirlesara á ISSTA ráðstefnunni í Maynooth á Írlandi
Guðmundur Steinn vann verðlaun í tónsmíðakeppni í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins árið 2011. Hann hefur tekið virkan þátt í tónlistarlífinu á Íslandi og víðar m.a. sem meðstofnandi S.L.Á.T.U.R., Fengjastrúts, Jaðarbers og Traktorsins. Hann hefur einnig sinnt verkefnum tengdum íslenskri þjóðlagatónlist þ.á.m. nótnaritun fyrir Segulbandasafn Iðunnar.
Árið 2011 kom út platan Horpma með samnefndu verki hjá útgáfunni Carrier Records í Bandaríkjunum og í byrjun árs 2017 La noche oscura del alma hjá Tonestrukt Records í sama landi.