STAÐUR & STUND

25. janúar, 2018

JÓHANN KRISTINSSON ER FYRSTI ÍSLENDINGURINN SEM FÆR VERÐLAUN Í DAS LIED

 

Jóhann Kristinsson, baritónsöngvari, var nemandi Bergþórs Pálssonar við Söngskólann í Reykjavík frá 2009-2013. Núna stundar Jóhann masternám í óperusöng við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch. Jóhann er ekki eini íslendingurinn sem nemur við skólann en Brynhildur Þóra Þórsdóttir, Kristín Anna Guðmundsdóttir og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir nema þar einnig. Brynhildur Þóra og Kristín Anna eru fyrrum nemendur Söngskólans í Reykjavík, Brynhildur var nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Kristín Anna var nemandi Hörpu Harðardóttur.

Nýverið vann Jóhann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Jóhann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni.

En þetta er ekki í fyrsta sinn, og líklega ekki í það síðasta heldur, sem Jóhann stendur sig vel í alþjóðlegum keppnum. Sumarið 2016 komst hann í úrslit í Schumann keppninni.

Margir heilluðust strax af Jóhanni þegar hann stundaði nám hér við Söngskólann. Hann kom víða við í tónlistarheiminum og var mjög sýnilegur tónlistarmaður hérna heima áður en hann flutti út. Árið 2011 fékk hann styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálssonar, sem er styrkur til söngnema sem þykja skara fram úr. Hann söng í kjarnakór Íslensku óperunnar frá árinu 2012 og ári seinna þreytti hann frumraun sína sem einsöngvari á sviði Íslensku óperunnar í hlutverki Morales í Carmen eftir Georges Bizet. Einnig söng hann hlutverk séra Torfa í Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson við frumflutning óperunnar í Skálholti. Samhliða þessu spilaði Jóhann reglulega á gítar á tónleikum og gaf út þrjár plötur með frumsaminni tónlist. Lagið hans “No Need to Hesitate” fékk töluverða spilun í úvarpinu.

Núna einbeitir hann sér nánast alfarið að klassísku tónlistinni og gerir það með prýði.

Þann 9. apríl syngur Jóhann á tónlistarhátíðinni Heidelberger Frühling ásamt hinum verðlaunahöfunum í Das Lied. Þar mun hann flytja spennandi prógramm með söngljóðum eftir tvo þekktustu ljóðatónskáldin Franz Schubert og Robert Schumann, en einnig eftir nútímatónskáldið Wolfgang Rihm. Við hjá Söngskólannum í Reykjavík óskum honum góðs gengis á tónleikunum og á lokasprettinum í sínu námi. Við erum stollt af okkar manni.

25. janúar, 2018

JÓHANN KRISTINSSON ER FYRSTI ÍSLENDINGURINN SEM FÆR VERÐLAUN Í DAS LIED

  Jóhann Kristinsson, baritónsöngvari, var nemandi Bergþórs Pálssonar við Söngskólann í Reykjavík frá 2009-2013. Núna stundar Jóhann masternám í óperusöng við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín. Söngkennari hans við skólann er Scot Weir, en á námsárunum úti hefur hann einnig notið leiðsagnar Thomas Quasthoff, Julia Varady, Wolfram Rieger, Thomas Hampson, Graham Johnson og Helmut Deutsch. Jóhann er ekki eini íslendingurinn sem nemur við skólann en Brynhildur Þóra Þórsdóttir, Kristín Anna Guðmundsdóttir og Álfheiður Erla Guðmundsdóttir nema þar einnig. Brynhildur Þóra og Kristín Anna eru fyrrum nemendur Söngskólans í Reykjavík, Brynhildur var nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Kristín Anna var nemandi Hörpu Harðardóttur. Nýverið vann Jóhann til tvennra verðlauna í ljóðasöngkeppninni Das Lied sem fram fór í Heidelberg í Þýskalandi. Jóhann hafnaði í 3. sæti og fékk sérstök áhorfendaverðlaun, sem er stórkostlegur árangur því alls sóttu 116 söngvarar um þátttöku í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur fær verðlaun í þessari virtu alþjóðlegu keppni. En þetta er ekki í fyrsta sinn, og líklega ekki í það síðasta heldur, sem Jóhann stendur sig vel í alþjóðlegum keppnum. Sumarið 2016 komst hann í úrslit í Schumann keppninni. Margir heilluðust strax af Jóhanni þegar hann stundaði nám hér við Söngskólann. Hann kom víða við í tónlistarheiminum og var mjög sýnilegur tónlistarmaður hérna heima áður en hann flutti út. Árið 2011 fékk hann styrk úr Minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálssonar, sem er styrkur til söngnema sem þykja skara fram úr. Hann söng í kjarnakór Íslensku óperunnar frá árinu 2012 og ári seinna þreytti hann frumraun sína sem einsöngvari á sviði Íslensku óperunnar í hlutverki Morales í Carmen eftir Georges Bizet. Einnig söng hann hlutverk séra Torfa í Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson við frumflutning óperunnar í Skálholti. Samhliða þessu spilaði Jóhann reglulega á gítar á tónleikum og gaf út þrjár plötur með frumsaminni tónlist. Lagið hans “No Need to Hesitate” fékk töluverða spilun í úvarpinu. Núna einbeitir hann sér nánast alfarið að klassísku tónlistinni og gerir það með prýði. Þann 9. apríl syngur Jóhann á tónlistarhátíðinni Heidelberger Frühling ásamt hinum verðlaunahöfunum í Das Lied. Þar mun hann flytja spennandi prógramm með söngljóðum eftir tvo þekktustu ljóðatónskáldin Franz Schubert og Robert Schumann, en einnig eftir nútímatónskáldið Wolfgang Rihm. Við hjá Söngskólannum í Reykjavík óskum honum góðs gengis á tónleikunum og á lokasprettinum í sínu námi. Við erum stollt af okkar manni.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING