Nemendaópera Söngskólans býður gestum og gangandi að fylgjast með æfingu, föstudaginn 23. febrúar kl. 10-12, í tilefni af opnum degi Sjálfstæðra listaskóla.
Hópurinn er að vinna að uppsetningu Leðurblökunnar eftir Johann Strauss II, sem þau sýna í Hörpu 5. og 6. mars.
Umsjón Óperudeildar: Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðardóttir
Leikstjóri: Sibylle Köll
Tónlistastjóri: Hrönn Þráinsdóttir
Allir velkomnir