Ari Ólafsson hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík frá 10 ára aldri. Fyrst var hann nemandi Garðars Thórs Cortes en er nú nemandi Bergþórs Pálssonar. Ari söng á tónleikum með Sissel árið 2012 sem drengjasópran, en nú er hann tenór.
Tónleikarnir verða 20. desember í Eldborgarsal Hörpu. Hægt er að nálgast miða á: http://www.sena.is/vidburdir/vnr/1710
Þegar Sissel kom fram á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi árið 2012 fékk hún ungan dreng til að taka með sér lagið Pie Jesu. Þessi ungi drengjasópran heitir Ari Ólafsson, sem ætlar að stíga á svið með Sissel í annað sinn. Rödd Ara hefur fullorðnast síðan þá og er hann nú orðinn himneskur tenór. Hann verður gestasöngvari á tónleikum Sissel og mun taka með henni dúettinn The Prayer. Ari vakti fyrst athygli þegar hann hreppti titilhlutverkið í söngleiknum Oliver, sem Þjóðleikhúsið setti upp árið 2009. Fékk hann frábær viðbrögð fyrir sviðsframkomu sína þar, bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Í dag er hann nemendi Bergþórs Pálssonar en þeir kynntust einmitt í þessari sýningu en þar lék Bergþór Mr. Bumble, manninn sem öskraði svo eftirminnilega á Oliver þegar hann bað um meiri graut.