Sigríður Ósk Kristjánsdóttir hefur bæst í hóp söngkennara við Söngskólann í Reykjavík!
Hún er mörgum kunn fyrir frábæra frammistöðu á söngsviðinu, en hún syngur reglulega í óperum, óratoríum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis. Fyrr á árinu var Sigríður Ósk tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir kúnspásutónleika Íslensku óperunnar ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara.
Sigríði Ósk er með heimasíðu: www.sigridurosk.com
Við bjóðum Sigríði hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins með henni í vetur og á komandi árum.