Skólaslit fara fram þ. 27. maí nk. Vegna COVID veirunnar verðum við að hafa skólaslitin með öðrum hætti en venjulega. Kennarar munu hafa samband við sína nemendur og hitta þá í húsnæði skólans á mismunandi tímum þennan dag og afhenda þeim einkunnarblöðin og umsagnir. Kennarar og skólastjórn vilja þakka nemendum og foreldrum fyrir veturinn og vilja sérstaklega þakka hve allir nemendur og þeirra forráðamenn hafa sýnt mikinn skilning og þolinmæði í þessu skrýtna ástandi sem hefur ríkt nú á seinni hluta skólaársins. Í lok hvers skólaárs hafa verið haldin próf með þeim hætti að sérstakur prófdómari hefur komið frá Bretlandi og prófað áfangaprófin og allt upp í lokapróf frá skólanum. En sökum veirufaraldursins var þetta ekki gerlegt að þessu sinni og 1. – 5. stigspróf og umsagnir voru haldin nú í lok skólaársins með innlendum prófdómurum. Eftir því sem næst verður komist, þá voru prófdómarar ánægðir með frammistöðu nemenda þrátt fyrir þetta íþyngjandi ástand sem óumræðanlega ríkir í þjóðfélaginu.
STAÐUR & STUND
23. maí, 2020
Skólaslit Söngskólans í Reykjavík
23. maí, 2020
Skólaslit Söngskólans í Reykjavík
Skólaslit fara fram þ. 27. maí nk. Vegna COVID veirunnar verðum við að hafa skólaslitin með öðrum hætti en venjulega. Kennarar munu hafa samband við sína nemendur og hitta þá í húsnæði skólans á mismunandi tímum þennan dag og afhenda þeim einkunnarblöðin og umsagnir. Kennarar og skólastjórn vilja þakka nemendum og foreldrum fyrir veturinn og vilja sérstaklega þakka hve allir nemendur og þeirra forráðamenn hafa sýnt mikinn skilning og þolinmæði í þessu skrýtna ástandi sem hefur ríkt nú á seinni hluta skólaársins. Í lok hvers skólaárs hafa verið haldin próf með þeim hætti að sérstakur prófdómari hefur komið frá Bretlandi og prófað áfangaprófin og allt upp í lokapróf frá skólanum. En sökum veirufaraldursins var þetta ekki gerlegt að þessu sinni og 1. - 5. stigspróf og umsagnir voru haldin nú í lok skólaársins með innlendum prófdómurum. Eftir því sem næst verður komist, þá voru prófdómarar ánægðir með frammistöðu nemenda þrátt fyrir þetta íþyngjandi ástand sem óumræðanlega ríkir í þjóðfélaginu.