Mannréttindastefnan er byggð á lögum um jafnan rétt kvenna og karla.
Söngskólinn í Reykjavík skuldbindur sig til að vinna að mannréttindum á grundvelli jafnræðis, mannréttinda og góðrar samvinnu við nemendur skólans og kennara, og gegna þannig lykilhlutverki í að skapa vellíðan og öryggi þeirra sem skólinn veitir atvinnu og þjónustu.
Óheimilt er að mismuna fólki vegna kyns og framlag hvers og eins skal metið að verðleikum. Konur og karlar skulu njóta sambærilegra kjara og réttinda. Stjórnendur og starfsmenn Söngskólans í Reykjavík bera ábyrgð á að tryggja að mannréttindi allra í skólanum séu virt enda beri stjórnendur ábyrgð á að:
1. Vinna samkvæmt mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og kynna þá stefnu ár hvert við skólasetningu
2. Jafnrétti sé hluti af skólastarfi.
3. Námsefni mismuni ekki kynjum, heldur hafi mannréttindi allra hópa að leiðarljósi.
4. Kennsluhættir taki mið af því fjölbreytta samfélagi sem við búum í.
5. Unnið sé markvisst gegn fordómum innan skólans.
Söngskólinn í Reykjavík mun sjá til þess að jafnréttisstefnunni sé fylgt eftir og standa vörð um að nemendum, kennurum og stjórnendum skólans sé á engan hátt mismunað.
Að auki mun skólinn, í samræmi við 22. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni í skólanum.
Þá mun skólinn fræða nemendur sína um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi.
Starfsfólk skal læra að þekkja einkenni kynferðislegrar áreitni og kynbundins ofbeldis, og hvernig ber að bregðast við grun eða vissu um slíkt meðal nemenda skólans
Nemendum skal ætíð vera ljóst hver réttur þeirra er og hvert þeir geta leitað innan og utan skólans komi slíkt upp.
Skólinn setur sér það takmark ár hvert að kynna jafnréttisáætlun sína og sjái til þess að henni sé fylgt í öllu. Stefnan skal kynnt öllu starfsfólki að hausti og vera sýnileg á heimasíðu skólans.
Skólastjóri Söngskólans í Reykjavík ber ábyrgð á að Mannréttindastefnunni sé framfylgt innan vébanda skólans. Jafnréttisáætlun Söngskólans í Reykjavík tók gildi á skólasetningu skólans 26. ágúst 2020, og er staðfesting á því að skólinn vinni eftir lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
MARKMIÐ
Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.
AÐGERÐ
Gerð verði úttekt þar sem skoðuð verða grunnlaun, yfirvinnugreiðslur o.s.frv. eftir kyni og starfsheitum. Komi launamunur í ljós verður leitað leiða til að leiðrétta hann.
ÁBYRGÐ
Skólastjóri / launafulltrúi
TÍMARAMMI
Endurskoðað í mars 2024
Laus störf standi bæði konum og körlum til boða.
Vísa í jafnréttisáætlun skólans og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þegar auglýst er eftir starfsfólki.
SKÓLASTJÓRI.
- Þegar við á: Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum.
- Hvetja það kyn sem hallar á til að sækja um lausar stöður við skólann.
- Þegar við á: Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.
- Koma í veg fyrir að starfsfólk og nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum.
- Starfsfólki og nemendum verði gerð grein fyrir hvað felst í kynbundnu og kynferðislegri áreitni og hvert skal leita ef slíkt kemur upp.
- Unnin verði forvarnaráætlun.
Á HVERJU HAUSTI.
- Endurskoðað vorið 2023
- Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í tónlistarsamfélaginu.
- Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjunum.
- Yfirfara kennslu- og námsgögn m.t.t. kynjajafnréttis.
- Endurskoðað í apríl 2024
- Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu.
Reykjavík, 26. júlí, 2023
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, skólastjóri
Markmið
Að konur og karlar fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.
Aðgerð
Gerð verði úttekt þar sem skoðuð verða grunnlaun, yfirvinnugreiðslur o.s.frv. eftir kyni og starfsheitum.Komi launamunur í ljós verður leitað leiða til að leiðrétta hann.
Ábyrgð
Skólastjóri / launafulltrúi
Tímarammi
Endurskoðað í mars 2020
Laus störf standi bæði konum og körlum til boða.
Vísa í jafnréttisáætlun skólans og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þegar auglýst er eftir starfsfólki.
Skólastjóri.
- Þegar við á: Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum.
- Hvetja það kyn sem hallar á til að sækja um lausar stöður við skólann.
- Þegar við á: Starfsfólki sé gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu.
- Koma í veg fyrir að starfsfólk og nemendur verði fyrir kynbundinni eða kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum.
- Starfsfólki og nemendum verði gerð grein fyrir hvað felst í kynbundnu og kynferðislegri áreitni og hvert skal leita ef slíkt kemur upp.
- Unnin verði forvarnaráætlun.
- Skólastjóri.
Á hverju hausti.
- Endurskoðað vorið 2020
- Að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í tónlistarsamfélaginu.
- Að kennslu- og námsgögn mismuni ekki kynjunum.
- Yfirfara kennslu- og námsgögn m.t.t. kynjajafnréttis.
- Endurskoðað í apríl 2020
- Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skólastarfinu.
- Taka saman og kyngreina upplýsingar varðandi hljóðfæraval nemenda.
- Haust og vorönn
Reykjavík, 25. ágúst, 2020
Garðar Cortes skólastjóri