Vinafélag söngskólans

Okkur langar til að kynna til leiks, Vinafélag Söngskólans.  

Vinafélagið ætlar að vera vettvangur til að styðja við markmið Söngskólans sem er að efla tónmennt í landinu, með sérstakri áherslu á menntun söngvara.   

Við hyggjumst gera það með því að kynna og vekja athygli á starfi skólans, nemendum, bæði núverandi og fyrrverandi sem margir hverjir eiga glæstan feril, og kennurum en þeir eru ekki síður að gera spennandi hluti á tónlistarsenunni, og blanda þessu við áhugamál okkar, sönglistina.  

Við stefnum að skemmtilegum uppákomum, efnum til tónleika fyrir félagsmenn, að vera vettvangur til að sækja saman tónleika og viðburði, þar á meðal óperusýningar erlendis.  En við höfum þegar fengið vilyrði fyrir því að bóka snemma á óperuhátíðir erlendis sem alla jafna seljast fljótt upp.  Svo við hvetjum alla til að koma í hópinn, sérstaklega foreldra nemenda Söngskólans.

Hægt er að gerast félagi í Vinafélagi Söngskólans með því smella hér á hnappinn fyrir neðan og fylla út þar til gerða reiti.  Árgjald er kr. 5.000,-

Takk fyrir að gerast félagi í Vinafélagi Söngskólans.  Vertu velkominn/in í hópinn.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING