Skosk þjóðlög, 25 talsins, sem Ludwig van Beethoven útsetti fyrir söngrödd eða raddir, fiðlu, selló og píanó. Þessar útsetningar voru fyrst gefnar út árið 1818 í London og svo nokkrum árum síðar í Berlín eða 1820
Tónleikar þessir verða í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti þ. 24. mars nk. kl. 18:00
Nemendur óperudeildar syngja nokkur af þessum lögum en þau sem fram koma eru Rosemary Atieno sópran, Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir sópran, Íris Sveinsdóttir mezzosópran, Birgir Stefánsson tenór, Tryggvi Ármannsson Baryton
Hljómsveitina skipa Hólmfríður Sigurðardóttir píanó, Pétur Úlfarsson fiðla og Skúli Þór Jónasson selló