Agnes Jórunn er ritari Söngskólans í Reykjavík. Hún starfar einnig sem kórstjóri og hefur stundað nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar á því sviði. Agnes byrjaði ung í tónlistarnámi, hún hóf nám á píanói 5 ára og fiðlu 6 ára, að auki stundaði hún sellónám í nokkurn tíma. Agnes stundar einnig söngnám við Tónskóla Sigursveins hjá Hildigunni Einarsdóttur. Haustið 2022 stofnaði Agnes Laufáskórinn, sem markaði upphaf kórstjóraferils hennar, en vorið 2023 hóf hún nám í kórstjórn undir handleiðslu Magnúsar Ragnarssonar. Haustið 2024 stofnaði hún síðan nýjan kór, Kammerkórinn Tóna. Hún hefur einnig verið stjórnandi Graduale Nobili í Langholtskirkju. Það má segja að kórastarfið sé stærsti hlutinn af lífi Agnesar, enda hefur hún ávallt verið hluti af kórum í gegnum árin, sem dæmi má nefna Stúlknakór Reykjavíkur, Kór MH, Móttettukórinn, Háskólakórinn, Graduale Nobili og Söngsveitin Fílharmónía.