Ritari

Agnes Jórunn Andrésdóttir

Agnes Jórunn er ritari Söngskólans í Reykjavík. Hún starfar einnig sem kórstjóri og hefur stundað nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar á því sviði. Agnes byrjaði ung í tónlistarnámi, hún hóf nám á píanói 5 ára og fiðlu 6 ára, að auki stundaði hún sellónám í nokkurn tíma. Agnes stundar einnig söngnám við Tónskóla Sigursveins hjá Hildigunni Einarsdóttur. Haustið 2022 stofnaði Agnes Laufáskórinn, sem markaði upphaf kórstjóraferils hennar, en vorið 2023 hóf hún nám í kórstjórn undir handleiðslu Magnúsar Ragnarssonar. Haustið 2024 stofnaði hún síðan nýjan kór, Kammerkórinn Tóna. Hún hefur einnig verið stjórnandi Graduale Nobili í Langholtskirkju. Það má segja að kórastarfið sé stærsti hlutinn af lífi Agnesar, enda hefur hún ávallt verið hluti af kórum í gegnum árin, sem dæmi má nefna Stúlknakór Reykjavíkur, Kór MH, Móttettukórinn, Háskólakórinn, Graduale Nobili og Söngsveitin Fílharmónía.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING