Tónheyrn og nótnalestur

Ari Hálfdán Aðalgeirsson

Ari Hálfdán nam píanóleik hjá Bjargeyju Þ. Ingólfsdóttur sem barn og unglingur. Upp frá því fór hann að fikta sjálfur við önnur hljóðfæri í auknum mæli, einkum gítar, en á meðan frekara tónlistarnám var ekki í formlegum farvegi hélt áhuginn áfram að vaxa og um leið umbreytast: Haustið 2015 tók hann upp þráðinn með tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Atla Ingólfssonar og Hróðmars I. Sigurbjörnssonar og lauk þaðan BA gráðu 2018. Auk tónheyrnar- og hljómfræðikennslu í Söngskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla Garðabæjar hefur tónskáldaferill hans mjakast farsællega í gang, verk hans hafa hljómað á hátíðum eins og Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og Myrkum músíkdögum og árið 2021 kom út verk eftir hann á plötu Hins íslenska gítartríós, Vistas. Þá frumfluttu gítarleikararnir Svanur Vilbergsson og Óskar Magnússon verk eftir hann í tónleikaröðinni 15:15 í Breiðholtskirkju í nóvember 2021. Ari tók fyrst að sér kennslu í Söngskólanum vorið 2020 en hann hefur kennt í meira en áratug í næstu höll við hliðina, á leikskólanum Laufásborg.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING