Bára Grímsdóttir kennir á píanó við Söngskólann í Reykhavík. Hún er tónmenntakennari að mennt auk þess að vera tónskáld. Bára er einnig kórstjórnandi og hefur hún stýrt kórum eins og Valskórnum, Kór Snæfellingafélagsins, Kór MR, Samkór Vestmannaeyja og Skólakór Hamarskóla. Bára er í tónlistarhópnum Emblu og starfrækir dúettinn Funa ásamt eiginmanni sínum. Verk hennar hafa m.a. komið út á plötum Funa og Hljómeykis.