Píanóleikari

Einar Bjartur Egilsson

Einar Bjartur lærði á píanó í Tónlistarskóla Mývatnssveitar, Tónskóla Sigursveins og síðar í Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Peters Máté. Árið 2013 lék hann einleik í píanókonsert eftir F. Poulenc með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir Listaháskólann lagði hann stund á framhaldsnám í píanóleik í Hollandi. Samhliða náminu samdi hann tónlist og gaf út hljómplötu með eigin verkum að nafni Heimkoma árið 2016. Einar hefur spilað með ýmsum tónlistarmönnum bæði hérlendis og í Hollandi. Hann starfar nú við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónskóla Sigursveins ásamt því að leika reglulega með kórum og listafólki á tónleikum og sýningum. Hann gaf nýlega út tvær hljómplötur með svissneskum píanóverkum og er um þessar mundir m. a. að vinna við undirbúning óperu, píanó einleiks auk útgáfu á nýrri plötu með eigin tónlist.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING