Elfa Dröfn Stefánsdóttir lauk M.Mus Opera gráðu frá The Royal Conservatoire of Scotland árið 2014 þar sem aðalkennari hennar var Clare Shearer. Áður hafði hún lokið einsöngvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún stundaði söngnám undir handleiðslu Írisar Erlingsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Elfa lauk einnig B.Ed gráðu frá Háskóla Íslands árið 2010 og starfar sem tónmenntakennari í grunnskóla auk þess að kenna tónfræðigreinar við Söngskólann í Reykjavík. Elfa er meðlimur í Kór íslensku óperunnar og fleiri kórum og kemur fram sem einsöngvari við hin ýmsu tilefni.