Píanóleikari

Guðrún Dalía Salómonsdóttir

Guðrún Dalía Salómonsdóttir er virk í íslensku tónlistarlífi sem einleikari, í ýmsum hljófærahópum og ekki síst sem meðleikari söngvara. Hún stundaði píanónám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Guðríði St. Sigurðardóttur og útskrifaðist frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart en eftir það lagði hún stund á frekara framhaldsnám í París. Hún hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga, þ.á.m. 1. verðlaun í píanókeppni EPTA. Guðrún hefur sótt fjölda námskeiða og einkatíma í ljóðaundirleik og leikið einleik með Ungfóníu og á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur leikið með ýmsum samspilshópum, þ.á.m. Kúbus, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún tekur reglulega þátt í tónleikaröðum einsog Tíbrá í Salnum, Sumartónleikum Sigurjónssafns, Klassík í Vatnsmýrinni, Óperudögum, Tónlist fyrir alla, Tónleikaröð Tónlistarfélags Akureyrar, Norrænum músíkdögum og Myrkum músíkdögum þar sem hún hefur frumflutt fjölda verka eftir íslensk tónskáld. Út hafa komið geisladiskar með leik hennar með sönglögum Jórunnar Viðar og Karls O. Runólfssonar. Guðrún Dalía er píanóleikari við Tónlistarskóla Garðabæjar.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING