Söngkennari

Harpa Harðardóttir

Harpa lauk einsöngs- og söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1994 og fór í tveggja ára framhaldsnám hjá prófessor Andrei Orlowits í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í fjölda námskeiða og sótt söngtíma hjá kennurum eins og Helene Karusso, Evgeniu Ratti, Ellen Field og Kiri Te Kanawa. Harpa söng með Kór Langholtskirkju frá sextán ára aldri og syngur nú með Kammerkór Langholtskirkju sem hefur tekið þátt í keppnum og unnið til verðlauna. Hún hefur einnig tekið þátt í uppfærslum með kór Íslensku Óperunnar og komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, haldið einsöngstónleika sem og tónleika með öðrum listamönnum og tekið þátt í verkefnum eins og Tónlist fyrir alla. Harpa starfar nú sem söngkennari við Söngskólann í Reykjavík og Kórskóla Langholtskirkju.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 4. september 2012

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING