Helgi Hannesson lauk burtfararprófi vorið 2000 frá Tónskóla Sigursveins D Kristinssonar undir handleiðslu Önnu Málfríðar Sigurðardóttur. Hann hefur mjög víða komið við sem píanóleikari, t.d á Spáni, Austurríki og all víða á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum þar sem hann lauk samtíðartónlistarnámi frá MI í Los Angeles. Hann hefur leikið með ýmsum jazz og danshljómsveitum við hin ýmsu tækifæri. Síðustu 12 ár hefur hann mjög mikið komið fram og starfað með Davíð Ólafssyni bassa og Stefáni Helga Stefánssyni tenór. Hann starfaði sem meðleikari í Söngskóla Sigurðar Demetz í hartnær 10 ár. Þessi misserin starfar hann sem meðleikari við Söngskólann í Reykjavík, kennir píanóleik við Tónskóla Sigursveins ásamt því að koma fram með ýmsum kórum þar sem hann býr að mjög svo víðtækri reynslu sem kórpíanisti frá 16 ára aldri. Auk þess kemur hann fram sem organisti við athafnir svo sem jarðarfarir og brúðkaup.