Píanóleikari

Hrönn Þráinsdóttir


Hrönn Þráinsdóttir nam píanóleik hjá Erlu Stefánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík og Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún fór til framhaldsnáms við Staatliche Hochschule für Musik í Freiburg og lauk þaðan diplóma kennaraprófi vorið 2004 og tók meðleik við ljóðasöng sem aukafag. Kennarar hennar voru Dr. Tibor Szász í píanóleik og Hans Peter Müller við ljóðasöngdeild. Að því loknu nam hún við ljóðasöngdeild Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst í Stuttgart undir handleiðslu Cornelis Witthoefft og lauk sérhæfðu diplóma sumarið 2007. Hrönn hefur komið fram á tónleikum víða, m.a. í Þýskalandi, Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, sem einleikari, meðleikari og við flutning kammertónlistar. Hún er meðlimur kammersveitarinnar Ísafold og hefur tekið þátt í ýmsum hátíðum eins og Ung Nordisk Musik, Við Djúpið á Ísafirði, Myrkir músíkdagar og Berjadagar á Ólafsfirði. Hrönn kennir við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Reykjavík. – – – – – Pianist Hrönn Þráinsdóttir graduated from the Reykjavík College of Music in 1998 and continued her studies in Germany at the Staatliche Hochschule für Musik in Freiburg where her principal teachers were Prof. Dr. Tibor Szász and Hans-Peter Müller professor of lyrics. She graduated in 2004 with a diploma in music performance, lied-accompaniment and music education. She moved to Stuttgart to study with Professor Cornelis Witthoefft at the Staatliche Hochschule für Musik und Darstellende Kunst and received her Master’s degree from the faculty of lyrics in 2007. Hrönn has given concerts and accompanied singers in Iceland as well as on the Continent. She performs contemporary music, e.g. at the Young Nordic Music Festival and as a member of the Ísafold Chamber Orchestra in Reykjavík. She teaches at the Reykjavík Academy of Singing and Vocal Arts and the Reykjavík College of Music.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING