Söngkennari

Kristín R. Sigurðardóttir


Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir
 lauk áttunda stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Ragnheiðar Guðmundsdóttur 1993, og nam óperusöng á Ítalíu hjá Rínu Malatrasi. Síðar lauk hún söngkennaraprófi frá Söngskólanum árið 2001 í Reykjavík og naut þá tilsagnar Þuríðar Pálsdóttur. Hún hefur sungið opinberlega á Ítalíu, Færeyjum, Ungverjalandi, Englandi, Tékklandi, Austurríki, Kanada, Þýskalandi, og hér á Íslandi. Meðal hlutverka sem Kristín hefur sungið eru hlutverk Bertu í Rakarinn frá Sevilla, Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós, Fiordiligi í Cosi fan tutte og Donnu Önnu í Don Giovanni. Hún hefur sungið sem einsöngvari í mörgum messum og óratoríum með kórum, hljómsveitum og kammerhópum. Kristín starfar sem einsöngvari og söngkennari. Kenndi m.a. söng við Söngskóla Sigurðar Demetz í 17 ár, við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, á Seyðisfirði í eitt ár, auk þess sem að hafa stjórnað nokkrum kórum. Í dag kennir Kristín söng við Söngskólann í Reykjavík.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING