Deildastjóri söngdeildar

Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Ólöf Kolbrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og starfaði sem almennur kennari meðfram því að stunda nám í einsöng við Tónlistarskóla Kópavogs. Þaðan lauk hún svo burtfararprófi í einsöng og fylgdi því eftir með frekara námi við Tónlistarháskólann í Vínarborg auk söngnáms á Ítalíu. Kennarar hennar hafa verið Elísabet Erlingsdóttir, Erik Werba, Helene Karusso, Lina Pagliughi og Renato Capecchi.

Ólöf Kolbrún hefur sungið á sviði Íslensku óperunnar og sviði Þjóðleikhússins yfir annan tug hlutverka, en meðal þeirra eru:

  • Valencienne (Lustige Witve),
  • Evridís (Orfeo e Euridice),
  • Nedda (Pagliaccci),
  • Mímí (La Boheme),
  • Saffí (Zigeunerbaron),
  • Violetta (La Traviata),
  • Pamína (Zauberflöte),
  • Micaela (Carmen),
  • Rosalinda (Fledermaus),
  • Leonora (Il Trovatore),
  • Aida (Aida),
  • Donna Anna (Don Giovanni),
  • Olympia (HoffmannsErzalungen),
  • Greifafrúin ( Nozze di Figaro),
  • Desdemona (Otello),
  • Tatjana (Évgeni Onegin),
  • Sieglinde (Ring des Nibelungen),
  • Madama Butterfly (Madama Butterfly).

Þessu að auki hefur verkefnaval hennar verið mjög fjölbreytt á sviði kirkjutónlistar í kantötum, messum og óratoríum. Ólöf Kolbrún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tónleika og upptökur og haldið tónleika víða hérlendis og erlendis. Hún hefur verið kennari við Söngskólan í Reykjavík í 25 ár og er nú deildarstjóri söngdeildar skólans.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING