Söngkennari

Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Ólöf Kolbrún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands og starfaði sem almennur kennari meðfram því að stunda nám í einsöng við Tónlistarskóla Kópavogs. Þaðan lauk hún svo burtfararprófi í einsöng og fylgdi því eftir með frekara námi við Tónlistarháskólann í Vínarborg auk söngnáms á Ítalíu. Kennarar hennar hafa verið Elísabet Erlingsdóttir, Erik Werba, Helene Karusso, Lina Pagliughi og Renato Capecchi.

Ólöf Kolbrún hefur sungið á sviði Íslensku óperunnar og sviði Þjóðleikhússins yfir annan tug hlutverka, en meðal þeirra eru:

  • Valencienne (Lustige Witve),
  • Evridís (Orfeo e Euridice),
  • Nedda (Pagliaccci),
  • Mímí (La Boheme),
  • Saffí (Zigeunerbaron),
  • Violetta (La Traviata),
  • Pamína (Zauberflöte),
  • Micaela (Carmen),
  • Rosalinda (Fledermaus),
  • Leonora (Il Trovatore),
  • Aida (Aida),
  • Donna Anna (Don Giovanni),
  • Olympia (HoffmannsErzalungen),
  • Greifafrúin (Nozze di Figaro),
  • Desdemona (Otello),
  • Tatjana (Évgeni Onegin),
  • Sieglinde (Ring des Nibelungen),
  • Madama Butterfly (Madama Butterfly).

Þessu að auki hefur verkefnaval hennar verið mjög fjölbreytt á sviði kirkjutónlistar í kantötum, messum og óratoríum. Ólöf Kolbrún hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, tónleika og upptökur og haldið tónleika víða hérlendis og erlendis. Hún hefur verið kennari við Söngskólann í Reykjavík í fjölmörg ár og er fyrrum deildarstjóri söngdeildar og skólastjóri skólans.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin:

Mán. 11:00-17:00

Þri. 09:00-15:00

Mið. 12:00-17:00

Fim. 11:00-17:00

Fös. 10:00-15:00

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING