Sigfríður útskrifaðist sem grunnskóla- og tónmenntakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1986 og með meistarapróf í sagnfræði á sviði tónlistar frá Yale háskóla í Bandaríkjunum árið 1989. Auk þess er hún að ljúka meistaragráðu frá Háskólanum á Bifröst í mennta- og menningarstjórnun. Sigfríður hefur í tæpan áratug starfað á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og gegnt þar starfi deildarstjóra listfræðslu. Þar hefur hún meðal annars séð um samninga og samskipti við tónlistarskóla í borginni og verið yfirmaður skólahljómsveita í Reykjavík. Þar á undan var hún framkvæmdastjóri Íslenskrar Tónverkamiðstöðvar í ríflega áratug auk starfa sinna sem tónlistargagnrýnandi. Sigfríður hefur samhliða kennt tónlistarsögu og kenndi áður kennslufræði tónmenntar á Menntavísindasviði HÍ og við Listaháskóla Íslands.