Söngkennari

Signý Sæmundsdóttir

Signý stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám í söng við Universität für Musik und darstellende Kunst í Vín þar sem hún lagði jöfnum höndum stund á óperu-, ljóða- og kirkjutónlist og lauk þaðan Diplomprófi vorið 1988. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum Íslensku Óperunnar og Þjóðleikhússins. Hún hefur frumflutt íslenska óperutónlist, m.a. Tunglskinseyjuna eftir Atla Heimi Sveinsson í Peking 1997. Signý hefur sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur og haldið fjölda einsöngstónleika ásamt því að flytja samtímatónlist og þar á meðal tónverk sem hafa sérstaklega verið samin fyrir hana. Signý hefur verið gestur á fjölmörgum tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING