Söngkennari

Viðar Gunnarsson

Viðar Gunnarsson stundaði tónlistarnám við Söngskólann í Reykjavík þar sem Garðar Cortes var aðalkennari hans og síðar framhaldsnám hjá dr. Folke Sällström í Stokkhólmi á árunum 1981 til 1984. Viðar var ráðinn óperusöngvari við Kammeróperuna og Schönbrunner Schloßtheater í Vínarborg 1989-1990 og var fastráðinn við Ríkisleikhúsið í Wiesbaden á árunum 1990 til 1995.  Auk þess hefur Viðar komið fram í óperuhúsum víða um heim ásamt því að syngja reglulega við Þjóðleikhúsið og Íslensku óperuna.  Á ferli sínum hefur Viðar komið fram í óperuhúsum s.s. í Ríkisóperunni í Berlín, Bonn, Essen, Mannheim, Frankfurt, Stuttgart, Wiesbaden, Kassel, Dortmund, Genf, Bern, Vínarborg, Bregenz, Prag, Tel Aviv og Seoul í Suður-Kóreu. Viðar hefur á sínum ferli sungið flest öll helstu bassahlutverk óperubókmenntanna en eftir að Viðar flutti heim frá Þýskalandi árið 2011, hefur hann verið mjög virkur m.a. hefur hann tekið reglulega þátt í uppfærlsum Íslensku Óperunnar í Hörpu en nú núverið tók hann þátt í flutningi á óperunni Ragnheiði en þar fór hann með hlutverk Brynjólfs biskups.  Viðar hefur verið tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig tilnefndur til Grímunnar, Íslensku Sviðlistaverðlaunanna. Hafa samband: vidar@localhost eða vidargunn@gmail.com

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING