STAÐUR & STUND

1. febrúar, 2024

Takk fyrir komuna á „Gleðilega geðrofsleikinn“

Takk fyrir komuna á Gleðilega geðrofsleikinn, óperu eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem var sýnd inni í Söngskólanum í Reykjavík á Myrkum Músíkdögum 2024, en nemendur skólans tóku þátt í uppsetningunni. Virkilega sterk og áhrifarík uppsetning sem um 200 manns komu á hér í skólanum.

Takk fyrir okkur!


Um sýninguna:

Fólk fer langar leiðir út í heim til að verða fyrir alls konar læknandi en jafnframt spennandi upplifunum í gegnum hugbreytandi efni með þartilgerðum leiðsögumönnum. En hvað með að koma bara í geðrof? Væri það ekki gaman?

Áheyrendum býðst að koma á Gleðilega geðrofsleikinn og uppgötva undur og stórmerki geðrofsins og kanna lendur hugans til hins ýtrasta. Í óperunni upplifum við hluti sem byggðir eru á lýsingum fólks sem hefur farið í geðrof og heyrum jafnvel brot úr lagstúfum sem „komu til einhvers“ sem var í geðrofi.

Um Einvaldsóð, fyrstu óperu Guðmundar Steins frá árinu 2017 hafði prófessor Atli Ingólfsson meðal annars þetta að segja: „Hér var flutt ópera af wagnerískri lengd, vídd og dýpt. Þetta voru tíðindi og þau verða ekki oft stærri í íslenska óperulífinu.“ Óperan var jafnframt valin eitt af 5 verkum áratugarins 2010-2020 af tímaritinu Aesthetics for Birds. Nú sjö árum síðar snýr Guðmundur Steinn aftur með splunkunýja óperu sem ætti að láta engann ósnortinn og fjallar um málefni líðandi stundar á gamansaman en jafnframt átakalegann hátt. Verða þetta tímamót í íslenska óperulífinu eða bara skemmtileg kvöldstund í fallegu húsi sem komið er á sölu?

AÐVÖRUN: Athugið að atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna og gætu reynst mörgum óþægileg.

Verkefnið er styrkt af Starfslaunasjóði listamanna og Tónlistarsjóði.

1. febrúar, 2024

Takk fyrir komuna á „Gleðilega geðrofsleikinn“

Takk fyrir komuna á Gleðilega geðrofsleikinn, óperu eftir Guðmund Stein Gunnarsson sem var sýnd inni í Söngskólanum í Reykjavík á Myrkum Músíkdögum 2024, en nemendur skólans tóku þátt í uppsetningunni. Virkilega sterk og áhrifarík uppsetning sem um 200 manns komu á hér í skólanum. Takk fyrir okkur! -- Um sýninguna:

Fólk fer langar leiðir út í heim til að verða fyrir alls konar læknandi en jafnframt spennandi upplifunum í gegnum hugbreytandi efni með þartilgerðum leiðsögumönnum. En hvað með að koma bara í geðrof? Væri það ekki gaman?

Áheyrendum býðst að koma á Gleðilega geðrofsleikinn og uppgötva undur og stórmerki geðrofsins og kanna lendur hugans til hins ýtrasta. Í óperunni upplifum við hluti sem byggðir eru á lýsingum fólks sem hefur farið í geðrof og heyrum jafnvel brot úr lagstúfum sem „komu til einhvers“ sem var í geðrofi.

Um Einvaldsóð, fyrstu óperu Guðmundar Steins frá árinu 2017 hafði prófessor Atli Ingólfsson meðal annars þetta að segja: „Hér var flutt ópera af wagnerískri lengd, vídd og dýpt. Þetta voru tíðindi og þau verða ekki oft stærri í íslenska óperulífinu.“ Óperan var jafnframt valin eitt af 5 verkum áratugarins 2010-2020 af tímaritinu Aesthetics for Birds. Nú sjö árum síðar snýr Guðmundur Steinn aftur með splunkunýja óperu sem ætti að láta engann ósnortinn og fjallar um málefni líðandi stundar á gamansaman en jafnframt átakalegann hátt. Verða þetta tímamót í íslenska óperulífinu eða bara skemmtileg kvöldstund í fallegu húsi sem komið er á sölu?

AÐVÖRUN: Athugið að atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna og gætu reynst mörgum óþægileg.

Verkefnið er styrkt af Starfslaunasjóði listamanna og Tónlistarsjóði.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING