STAÐUR & STUND

25. apríl, 2018

Takk fyrir komuna Svavar Knútur!

Við þökkum Svavari Knúti innilega fyrir komuna!

Svavar var sérstakur gestur í Opinni Grunndeild og Opinni Miðdeild. Hann sagði frá því hvernig hann nýtti sér námið við Söngskólann til að bæta sig sem tónlistarflytjandi – „að vera farvegur fegurðar“ eins og hann orðaði það sjálfur. Nemendur spurðu hann m.a. hvernig hann tekst á við sviðsskrekk og hvað hann geri þegar hann gleymir textanum í miðju lagi. Þetta voru áhugaverðar umræður sem allir geta lært af.

Í lok tímans sungu nemendur deildanna íslensk sönglög fyrir Svavar Knút, sem leiðbeinti þeim hvernig hægt er að gera betur eða öðruvísi.

Það var gaman að fá Svavar Knút í heimsókn og við vonum innilega að hann komi aftur 🙂

25. apríl, 2018

Takk fyrir komuna Svavar Knútur!

Við þökkum Svavari Knúti innilega fyrir komuna!
Svavar var sérstakur gestur í Opinni Grunndeild og Opinni Miðdeild. Hann sagði frá því hvernig hann nýtti sér námið við Söngskólann til að bæta sig sem tónlistarflytjandi – „að vera farvegur fegurðar“ eins og hann orðaði það sjálfur. Nemendur spurðu hann m.a. hvernig hann tekst á við sviðsskrekk og hvað hann geri þegar hann gleymir textanum í miðju lagi. Þetta voru áhugaverðar umræður sem allir geta lært af. Í lok tímans sungu nemendur deildanna íslensk sönglög fyrir Svavar Knút, sem leiðbeinti þeim hvernig hægt er að gera betur eða öðruvísi. Það var gaman að fá Svavar Knút í heimsókn og við vonum innilega að hann komi aftur :)
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING