Vorið er komið og grundirnar gróa,
Það má sjá og heyra á efnisskrá þematónleika miðvikudaginn 21. Apríl n.k.
Nemendur Miðdeildar Söngskólans í Reykjavik verða þá með sína föstu þematónleika
kl 18.00 í Aventkirkjunni Ingólfsstræti 19.
Í miðdeild skólans eru nemendur sem lokið hafa grunnnámi í söng.
Tvisvar á vetri flytja þau tónleika með ákveðnu þema, á haustönn fluttu þau sönglög úr leikhúsi,
söngleikjum og bíómyndum og hefur það verið fastur liður haustannar undanfarin ár.
Nú í vor verður þema tónleikanna vor og sumar lög héðan og þaðan og þvert á stíla.
Það mátti sannarlega finna ilminn af vorinu nú á dögunum þegar nemendur kynntu lögin sín.