STAÐUR & STUND

2. maí, 2018

Til Hamingju Þórhildur

Þetta er búið að vera gríðarlega viðburðaríkur söngvetur hjá Þórhildi Steinunni Kristinsdóttur, nemenda Hörpu Harðardóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttur.

Þórhildur hefur lagt mikinn metnað í námið við Söngskólann í vetur; fór með hlutverk Prins Orlofsky í uppfærslu Nemendaóperunnar á Leðurblökunni; var gestasöngvari hjá Ungdeild Söngskólans þar sem hún fór með hlutverk Vondu stjúpunnar í Skilaboðaskjóðunni og er nýbúin að halda Framhaldsprófstónleikana sína við skólann. Hún er lykilkona í félagslífi Söngskólans og sitjandi formaður Nemendafélagsins. Samhliða þessu öllu saman tók hún þátt í söngkeppni Vox Domini og var send fyrir hönd skólans í Nótuna. Öll þessi verkefni hefur Þórhildur leyst af mikilli fagmennsku og einstakri prýði.

Um helgina fékk þessi frábæra söngkona styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar, sem samsvarar skólagjöldum fyrir söngnámið á komandi skólaári.

Við samgleðjumst henni og kennurum hennar innilega. Hún er vel að styrknum komin!

Gangi þér allt í haginn í komandi söngverkefnum kæra Þórhildur.

2. maí, 2018

Til Hamingju Þórhildur

Þetta er búið að vera gríðarlega viðburðaríkur söngvetur hjá Þórhildi Steinunni Kristinsdóttur, nemenda Hörpu Harðardóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttur.
Þórhildur hefur lagt mikinn metnað í námið við Söngskólann í vetur; fór með hlutverk Prins Orlofsky í uppfærslu Nemendaóperunnar á Leðurblökunni; var gestasöngvari hjá Ungdeild Söngskólans þar sem hún fór með hlutverk Vondu stjúpunnar í Skilaboðaskjóðunni og er nýbúin að halda Framhaldsprófstónleikana sína við skólann. Hún er lykilkona í félagslífi Söngskólans og sitjandi formaður Nemendafélagsins. Samhliða þessu öllu saman tók hún þátt í söngkeppni Vox Domini og var send fyrir hönd skólans í Nótuna. Öll þessi verkefni hefur Þórhildur leyst af mikilli fagmennsku og einstakri prýði. Um helgina fékk þessi frábæra söngkona styrk úr minningarsjóði Vilhjálms Vilhjálmssonar, sem samsvarar skólagjöldum fyrir söngnámið á komandi skólaári. Við samgleðjumst henni og kennurum hennar innilega. Hún er vel að styrknum komin! Gangi þér allt í haginn í komandi söngverkefnum kæra Þórhildur.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING