STAÐUR & STUND

26. janúar, 2018

Tónleikar Guðfreðs

Guðfreður Hjörvar Jóhannesson hélt upp á tvöfalt afmæli í Langholtskirkju í gær, sunnudaginn 10. september. Hann var bæði að halda upp á það að vera orðinn 80 ára gamall og að það séu 30 ár síðan hann hætti að drekka. Guðfreður bauð upp á dýrindis tónlistarveislu, þar sem hver dívan á fætur annarri steig á stokk. Berta Dröfn var kynnir tónleikanna en tónleikaformið var létt og óformlegt í anda Guðfreðs.

Undanfarin ár hefur hlátur hans og söngur ómað um ganga skólans milli þess sem hann raðar stólum fyrir tónleika, passar uppá bílaplanið og lagar kaffi.  Það var ekki fyrr en árið 1979 sem Guðfreður byrjaði að syngja, en það er okkur öllum ljóst að hann hefði átt að byrja fyrr.

Hann byrjaði í söngtímum hjá Guðmundi Jónssyni sem leiddi af sér mikla og djúpa vináttu.  

Þetta er í fjórða sinn sem Guðfreður bíður til afmælisveislu af þessu tagi. Frá upphafi hefur hann fengið listamenn til liðs við sig, sem eru tilbúnir að gefa vinnu sína til að styrkja gott málefni. Að þessu sinni, reyndar síðast líka, fer öll innkoma af tónleikunum beint og óskipt í styrktarsjóð, til styrktar efnilegum söngnemendum. Þetta er einstakt framtak og við þökkum honum hjartanlega fyrir.   

 

Listamennirnir sem komu fram voru: 

Antonía Hevesi, Ari Ólafsson, Bergþór Pálsson, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Bjarni Þór Jónatansson, Björk Jónsdóttir, Egill Árni Pálsson, Guðfreður Hjörvar Jóhannesson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Kristinn Sigmundsson, Kristín Sveinsdóttir, Kristján Jóhannsson, Sesselja Kristjánsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Helgi Oddsson, Viðar Gunnarsson, Þóra Einarsdóttir  

 

Kórar:  

Gamlir Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar  

Karlakór Kópavogs undir stjórn Garðars Cortes   

Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinsson  

Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes 

 

Takk fyrir, Guðfreður, að standa fyrir þessum dásamlegu tónleikum og leyfa okkur að vera partur af því! 

26. janúar, 2018

Tónleikar Guðfreðs

Guðfreður Hjörvar Jóhannesson hélt upp á tvöfalt afmæli í Langholtskirkju í gær, sunnudaginn 10. september. Hann var bæði að halda upp á það að vera orðinn 80 ára gamall og að það séu 30 ár síðan hann hætti að drekka. Guðfreður bauð upp á dýrindis tónlistarveislu, þar sem hver dívan á fætur annarri steig á stokk. Berta Dröfn var kynnir tónleikanna en tónleikaformið var létt og óformlegt í anda Guðfreðs. Undanfarin ár hefur hlátur hans og söngur ómað um ganga skólans milli þess sem hann raðar stólum fyrir tónleika, passar uppá bílaplanið og lagar kaffi.  Það var ekki fyrr en árið 1979 sem Guðfreður byrjaði að syngja, en það er okkur öllum ljóst að hann hefði átt að byrja fyrr. Hann byrjaði í söngtímum hjá Guðmundi Jónssyni sem leiddi af sér mikla og djúpa vináttu.   Þetta er í fjórða sinn sem Guðfreður bíður til afmælisveislu af þessu tagi. Frá upphafi hefur hann fengið listamenn til liðs við sig, sem eru tilbúnir að gefa vinnu sína til að styrkja gott málefni. Að þessu sinni, reyndar síðast líka, fer öll innkoma af tónleikunum beint og óskipt í styrktarsjóð, til styrktar efnilegum söngnemendum. Þetta er einstakt framtak og við þökkum honum hjartanlega fyrir.     

Listamennirnir sem komu fram voru: 

Antonía Hevesi, Ari Ólafsson, Bergþór Pálsson, Berta Dröfn Ómarsdóttir, Bjarni Þór Jónatansson, Björk Jónsdóttir, Egill Árni Pálsson, Guðfreður Hjörvar Jóhannesson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Kristinn Sigmundsson, Kristín Sveinsdóttir, Kristján Jóhannsson, Sesselja Kristjánsdóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sigurður Helgi Oddsson, Viðar Gunnarsson, Þóra Einarsdóttir    

Kórar:  

Gamlir Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar   Karlakór Kópavogs undir stjórn Garðars Cortes    Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinsson   Óperukórinn í Reykjavík undir stjórn Garðars Cortes    Takk fyrir, Guðfreður, að standa fyrir þessum dásamlegu tónleikum og leyfa okkur að vera partur af því! 
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING