STAÐUR & STUND

18. maí, 2018

Tónleikar – Harpa Ósk

Harpa Ósk Björnsdóttir sópran
Kristinn Örn Kristinsson píanó

Tónleikar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í Langholtskirkju.
Harpa Ósk er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur

Gestir:
Jara Hilmarsdóttir mezzo-sópran
Josef Lund Josefsen tenór
Pétur Úlfarsson fiðla
Graduale Nobili
Hópur samnemenda Hörpu úr Söngskólanum í Reykjavík

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis! Skálað verður eftir tónleikana.

Um Hörpu Ósk:
Harpa Ósk Björnsdóttir sópran er fædd 1994 í Kópavogi. Hún hóf að læra á píanó 4urra ára, hjá Kristni Erni Kristinssyni og hóf söngnám 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur. Haustið 2012 hóf Harpa nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hefur Kristinn Örn verið meðleikari hennar alla tíð. Kórar hafa leikið stórt hlutverk í lífi Hörpu og í dag syngur hún í Graduale Nobili, sem Jón Stefánsson stjórnaði frá upphafi, en er nú undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Harpa Ósk söng hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni eftir Mozart í uppfærslu  Nemendaóperu Söngskólans, í Hörpu, vorið 2017.  Hún söng fyrir rödd aðalpersónu kvikmyndarinnar Þrestir, og  sl. sumar tók hún þátt í master class, í Austurríki, undir leiðsögn Ulrike Sych, rektors Tónlistarháskólans í Vínarborg.

Harpa lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík og nemur nú rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, samhliða söngnáminu. Hún hlaut nýlega styrk til að vinna að 10 vikna rannsóknarverkefni í sumar við California Institute of Technology, Caltech, í Los Angeles. Þar mun hún rannsaka ígræðanlegar nanórafrásir og möguleikann á að láta rafrásir ganga fyrir glúkósa í blóði.

Í júní mun Harpa koma fram á þrennum tónleikum með Josef Lund Josefson, í Nuuk í Grænlandi.

18. maí, 2018

Tónleikar – Harpa Ósk

Harpa Ósk Björnsdóttir sópran Kristinn Örn Kristinsson píanó Tónleikar þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00 í Langholtskirkju. Harpa Ósk er nemandi Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur Gestir: Jara Hilmarsdóttir mezzo-sópran Josef Lund Josefsen tenór Pétur Úlfarsson fiðla Graduale Nobili Hópur samnemenda Hörpu úr Söngskólanum í Reykjavík Allir velkomnir og aðgangur ókeypis! Skálað verður eftir tónleikana. Um Hörpu Ósk:
Harpa Ósk Björnsdóttir sópran er fædd 1994 í Kópavogi. Hún hóf að læra á píanó 4urra ára, hjá Kristni Erni Kristinssyni og hóf söngnám 15 ára gömul hjá Þóru Björnsdóttur. Haustið 2012 hóf Harpa nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og hefur Kristinn Örn verið meðleikari hennar alla tíð. Kórar hafa leikið stórt hlutverk í lífi Hörpu og í dag syngur hún í Graduale Nobili, sem Jón Stefánsson stjórnaði frá upphafi, en er nú undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar.

Harpa Ósk söng hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni eftir Mozart í uppfærslu  Nemendaóperu Söngskólans, í Hörpu, vorið 2017.  Hún söng fyrir rödd aðalpersónu kvikmyndarinnar Þrestir, og  sl. sumar tók hún þátt í master class, í Austurríki, undir leiðsögn Ulrike Sych, rektors Tónlistarháskólans í Vínarborg.

Harpa lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík og nemur nú rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands, samhliða söngnáminu. Hún hlaut nýlega styrk til að vinna að 10 vikna rannsóknarverkefni í sumar við California Institute of Technology, Caltech, í Los Angeles. Þar mun hún rannsaka ígræðanlegar nanórafrásir og möguleikann á að láta rafrásir ganga fyrir glúkósa í blóði.

Í júní mun Harpa koma fram á þrennum tónleikum með Josef Lund Josefson, í Nuuk í Grænlandi.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING