Við viljum vekja athygli á tónleikum Opinnar Grunndeildar skólans. Nú á miðvikudaginn þ. 27. mars kl. 18:00 verða tónleikar í tónleikasal skólans.
Á efnisskránni eru íslensk og erlend þjóðlög, sönglög og söngleikjalög.
Við hvetjum alla velunnara skólans og nemendur að fjölmenna og hlýða á fallega tónlist. Öllum er heimill aðgangur og aðgangur er ókeypis.
Umsjón hefur Signý Sæmundsdóttir og við flygilinn situr Elín Guðmundsdóttir.