Tónlistafræðingurinn Bjarki Sveinbjörnsson heldur tónskáldakynningar í Söngskólanum í Reykjavík.
Fyrstu þrjár kynningarnar eru í tengslum við nýútgefnar sönglagabækur frá Ísalögum, sem eru til sölu í móttöku skólans og í Tónastöðinni.
Fyrsta kynningin er um Sveinbjörn Sveinbjörnsson, mánudaginn 29. janúar kl. 17:00 Önnur kynningin er um Karl O. Runólfsson, mánudaginn 26. febrúar kl. 17:00 Þriðja kynningin er um Pál Ísólfsson, mánudaginn 19. mars kl. 17:00
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir