Skólavist og námskeið
UMSÓKNIR
Allar umsóknir fara í gegnum skráningasíðu skólans. Til þess að sækja um skólavist þarf að skrá sig í gegnum skráningasíðu skólans. Foreldrar þurfa að sækja um fyrir börn yngri en 18 ára. Allir umsækjendur gangast undir inntökupróf en það er ekkert til að kvíða fyrir! Tilgangur prófana er að kynnast rödd umsækjenda og meta hvaða nám henntar hverjum og einum.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar eða aðstoð við umsókn.
Leiðarvísir um hvernig sótt er um skólavist:
- Ýtið á Sækja um hér fyrir neðan.
- Veljið ykkur Námsleið.
- Ýtið á Bæta við umsókn.
- Ýtið á Ljúka umsókn.
- Því næst þurfið þið að samþykkja skilmála Persónuverndar og skólans.
Setjið inn upplýsingar nemanda og greiðanda og ljúkið umsókn.