Raddprufa

INNTÖKUPRÓF

Til að fá inngöngu í Söngskólann í Reykjavík þarf að mæta í inntökupróf. Þetta er ekkert til að kvíða fyrir!

Próftaki syngur eitt lag, að eigin vali með píanóleikara eða undirleik á upptöku/disk/síma.

• Sungið með píanóleikara:
Söngskólinn úthlutar píanóleikara, sem æfir lagið með viðkomandi fyrir prófið. Nótur þurfa að liggja fyrir – hægt að leita til skrifstofunnar ef nótur vantar.

• Sungið án píanóleikara:
Upptaka af undirleik þarf að vera í tölvu eða síma. Hægt að tengjast hátalara gegnum Bluetooth.

Eftir að lagið er sungið eru gerðar nokkrar raddæfingar, til að finna út hvernig röddin liggur og svo er smá tónheyrnarprufa.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband í síma: 552-7366 eða með tölvupósti: songskolinn@localhost

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING