“Skólinn er eitt af því allra skemmtilegasta sem ég hef stundað”

Ellert Blær, í Ungdeild Söngskólans

Ungdeild

Ungdeild Söngskólans í Reykjavík er sívaxandi deild innan skólans. Nemendur deildarinnar eru á aldrinum 8 – 15 ára. Umsjón með deildinni hafa Harpa Harðardóttir, Sibylle Köll, Hólmfríður Sigurðardóttir og Sigurður Helgi Oddsson.

Námið er frábær grunnur fyrir framtíðar söngvara, hvort sem þeir hafa einhvern grunn í tónlist eða ekki. Markmið söngnámsins við Söngskólann í Reykjavík er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu.  Námið er einstaklingsmiðað þar sem nemandinn ákveður sína stefnu; hvort sem það er stóra óperusviðið, rytmíska sviðið eða heilsusamleg raddbeiting sem nýtist í hvaða starfi sem er. Nemendur eru þjálfaðir í sviðsframkomu og öðlast færni í að syngja fyrir áheyrendur, lesa nótur og skilja tónfræði.