Unglingadeild - Kennsluskrá

Ungdeild er skipt í tvennt

  • Ungdeild yngri (8-12 ára)
  • Ungdeild eldri (13-15 ára)

Auk réttrar og áreynslulausrar raddbeitingar er lögð áhersla á undirstöðuatriði í tónfræði, heyrnarþjálfun og nótnalestur. Nemendur koma fram á tónleikum, bæði innan deildarinnar og á heildartónleikum skólans. Kennslutímar í viku

  • Söngur / Raddbeiting / Túlkun 20-30 mín 
  • Samsöngur / Kórsöngur / Hreyfingar 60 mín
  • Tónfræði / Tónheyrn / Nótnalestur 45 mín
  • Auk þess (utan stundaskrár): Undirbúningur með píanóleikara fyrir próf og tónleika

Á hverjum vetri fer fram mat á námsárangri hvers nemanda, í formi ársumsagnar og/eða á tónleikum. Einnig gefst kostur á stigsprófum og áfangaprófum. Til að ljúka 1. stigi, 2. stigi eða Grunnprófi Nemandi er, með fulltingi kennara síns, ábyrgur fyrir að afhenda vel undirbúinn 10 laga verkefnalista fyrir hvert próf. Aðrar kröfur til prófanna eru

  • Tónheyrn og nótnalestur: 1. stig, 2. stig eða Grunnpróf 
  • Tónfræði: 1. stig, 2. stig eða Grunnpróf 
  • Samsöngur: ástundun og þátttaka í verkefnum
  • Sungið á nemendatónleikum 2svar sinnum á vetri

Skólagjöld

Ungdeild yngri 8-12 ára  kr. 174.000

Ungdeild eldri 13-15 ára   kr. 194.000