Öllum söngnemum er frjálst að sækja um Minningarsjóð Vilhjálms Vilhjálmssonar. Styrkirnir fara til greiðslu námsgjalda og eru greiddir beint til skóla styrkþega. Sjóðurinn var stofnaður í framhaldi af minningartónleikum um Vilhjálm, sem haldnir voru í Laugardalshöll 10. og 11. október 2008. Markmið sjóðsins er; að styrkja árlega til náms söngnemendur sem þykja skara fram úr á sínu sviði.
Umsóknir skulu hafa borist sjóðnum fyrir 1. apríl 2022.
Allar upplýsingar eru hér fyrir neðan.