Þrír nemendur frá Söngskólanum kepptu í Vox Domini 18. mars síðastliðinn og stóðu sig með mikilli prýði!
Ellert Blær Guðjónsson var í 2. sæti í sínum flokki og hlaut einnig sérstök áhorfendaverðlaun. Björn Ari Örvarsson var í 2. sæti í sínum flokki og Laufey Ósk Jóns hafnaði í 3. sæti. Innilega til hamingju!! Það var svo fyrrum nemandi skólans, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir sem hlaut aðalverðlaun kvöldsins, Rödd ársins, sem og 1. sæti í sínum flokki.
Annar fyrrum nemandi, Halldóra Ósk Helgadóttir hafnaði í 1. sæti í sínum flokki.
Og Vera Hjördís Matsdóttir, sem einnig er fyrrum nemandi Söngskólans, hlaut sérstök verðlaun fyrir flutning á verki eftir tónskáld keppninnar, Hildigunni Rúnarsdóttur.
VÁ hvað við erum stolt af okkar fólki og getum með sanni sagt að framtíð söngs á Íslandi er björt!