8 VIKNA SÖNGNÁMSKEIÐ VIÐ SÖNGSKÓLANN Í REYKJAVÍK
Söngskólinn í Reykjavík býður upp á vinsæl 8 vikna söngnámskeið fyrir áhugafólk. Næsta námskeið hefst 20. október 2025. Hægt er að senda inn umsókn á vefsíðu skólans: https://songskolinn.is/namsleidir/namskeid/
Námskeiðin eru ætluð söngfólki á öllum aldri. Þau eru skemmtilegt, fræðandi og gefandi tómstundanám. Námskeiðin veita góða þjálfun fyrir söngvara og þau eru frábær undirbúningur fyrir þá sem hyggja á frekara söngnám. Það er ekkert aldurshámark.
- Söngtækni
- Túlkun
- Framkoma
- Tónfræði
Næsta 8 vikna söngnámskeið við Söngskólann í Reykjavík hefst mánudaginn 20. október 2025. Ath. vetrarfrí 22. – 28. október.
Innifalið:
- 8 x 30 mínútna einka söngtímar. Þeir fara fram á tíma sem kennarinn og nemandinn ákveða sín á milli.
- 7 x 45 mínútna tónfræðitímar
- 3 x 60 mínútna samsöngstímar
Allir tímar fara fram í húsnæði Söngskólans í Reykjavík við Laufásveg 49-51.
Söngkennarar eru vel menntaðir og reyndir söngvarar. Sjá yfirlit yfir kennara á vefsíðu skólans: https://songskolinn.is/skolinn/starfsfolk/
Afbókunarstefna: Athugið að kennara ber ekki að bæta upp tíma sem nemandi aflýsir sama dag og tíminn átti að fara fram. Með lengri fyrirvara geta nemandi og kennari reynt að finna nýjan tíma ef nemandinn kemst ekki í þann tíma sem ákveðinn var fyrirfram.
Gjald
Gjaldið fyrir námskeiðið er 89.000 kr og verður það innheimt í gegnum Abler greiðslukerfið.
Námsefni
Athugið að nemendur gætu þurft að festa kaup á námsefni, s.s. nótum og kennslubók í tónfræði. Kostnaður við námsefni er ekki innifalinn í námskeiðsgjaldinu.
Hóptímar eru eftirfarandi:
Tónfræði, sjö mánudaga frá 3. nóvember til 15. desember 2025 kl. 17:30-18:15 í stofu 207 á efstu hæð.
Kennari: Eygló Höskuldsdóttir Viborg.
Samsöngur, þrjá fimmtudaga kl. 16:30 í sal skólans á 1. hæð.
13. nóvember, 4. desember og 18. desember 2025.
Kennarar í samsöng: Egill Árni Pálsson söngkennari og Sævar Helgi Jóhannsson píanóleikari.


