Píanóleikari

Þóra Kristín Gunnarsdóttir

Þóra Kristín Gunnarsdóttir fluttist til Íslands árið 2021 eftir tíu ára búsetu í Sviss. Síðan þá hefur hún spilað á mörgum helstu tónleikaröðum og hátíðum landsins, m.a. í tónleikaröðunum Tíbrá, Velkomin heim í Hörpu, Klassík í Salnum, á Sígildum sunnudögum og á tónlistarhátíðunum Reykholtshátíð, Seiglu og Klassík á eyrinni. Hún hefur átt í reglulegu samstarfi við söngvara Kammeróperunnar auk þess vera meðlimur píanókvartettsins Neglu.  Þess utan hefur hún leikið með mörgum öðrum fremstu söngvurum og hljóðfæraleikurum landsins. Í Sviss kom hún einnig víða við, m.a. á tónlistarhátíðinni Chesa Planta Musiktage og á tónleikum á vegum Liedrezital Zürich. Árið 2018 frumflutti hún nýjan ljóðaflokk Valentin Villards ásamt Béa Droz mezzósópran á tónleikaferð um Sviss. Hún hefur verið meðleikari á masterklassnámskeiðum fyrir söngvara og strengjaleikara hérlendis og erlendis og starfar sem meðleikari við Menntaskóla í tónlist og Söngskólann í Reykjavík.

Þóra hóf tónlistarnám sitt á Akureyri hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og lærði síðar hjá Peter Máté við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk meistaragráðu í píanókennslu og píanóleik með kammertónlist sem aukagrein frá tónlistarháskólanum í Luzern árið 2017. Helstu kennarar hennar þar voru Yvonne Lang og Edward Rushton. Árið 2020 lauk hún annarri meistaragráðu í kammertónlist og meðleik frá listaháskólanum í Zürich, þar sem aðalkennari hennar var píanóleikarinn Friedemann Rieger. Hún sótti þar einnig reglulega tíma í ljóðameðleik hjá m.a. Christoph Berner og kammertónlist hjá Eckart Heiligers og fleirum. Hún hefur sótt masterklassnámskeið hjá m.a. Thomas Hampson, Simon Lepper, Joseph Breinl og Ewa Kupiec.

Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING