Innilegar hamingjuóskir! Tveir kennarar við Söngskólann í Reykjavík, þær Bryndís Guðjónsdóttir og Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, hafa hlotið tilnefningar til Grímunnar. Bryndís Guðjónsdóttir hlýtur tilnefningu sem Söngvari ársins fyrir hlutverk sitt sem Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós, sem Kammeróperan sviðsetti í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er tilnefnd til Hvatningarverðlauna ársins: ,,Síðastliðið leikár hefur Sigríður Ásta stigið inn í sviðslistasenuna af feiknamiklum krafti og sýnt bæði frumkvæði og listræna fjölbreytni með eftirtektarverðum árangri. Hún leikstýrði óperunum Gleðilegi geðrofsleikurinn og Varstu búin að vera að reyna að ná í mig?, var danshöfundur og flytjandi í Konukroppum, var í burðarhlutverki í söngleiknum Við erum hér, að ógleymdu því að vera höfundur, framleiðandi og í titilhlutverki í söngleiknum DIETRICH með glæsilegri frammistöðu.”