STAÐUR & STUND

15. nóvember, 2024

Námskeið og skemmtun með Giselu de Villiers

Áhugaverður viðburður í Söngskólanum í Reykjavík!
Gisela de Villiers er Suður-afrísk söngkona, tónskáld og “cabaret artist”. Á löngum ferli hefur hún gert margt áhugavert en er einna þekktust fyrir að halda skemmtanir þar sem hún semur lög á staðnum við texta og textabrot sem áhorfendur mæta með.
Kvöldstundin hennar í Söngskólanum í Reykjavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember klukkan 19:30 gengur annars vegar út á slíka skemmtun og hinsvegar námskeið (“workshop”) um aðferðir hennar og hún ráðleggur fólki sem hefur áhuga á því að þjálfa sig upp í því að semja lög á stuttum tíma.
Mikilvægt er að þátttakendur taki með sér útprentuð textablöð með ljóðum eða textum á ensku, þýsku eða afrikaans. Þeir mega bæði vera frumsamdir og ekki.
Skráning fer fram í tölvupóstfanginu bragi@korstjori.is og Bragi veitir einnig frekar upplýsingar í tölvupósti sé þess óskað.
Verð er aðeins kr 6.900 á hvern þátttakanda og aðeins um 25 pláss eru í boði.

15. nóvember, 2024

Námskeið og skemmtun með Giselu de Villiers

Áhugaverður viðburður í Söngskólanum í Reykjavík!
Gisela de Villiers er Suður-afrísk söngkona, tónskáld og “cabaret artist”. Á löngum ferli hefur hún gert margt áhugavert en er einna þekktust fyrir að halda skemmtanir þar sem hún semur lög á staðnum við texta og textabrot sem áhorfendur mæta með.
Kvöldstundin hennar í Söngskólanum í Reykjavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember klukkan 19:30 gengur annars vegar út á slíka skemmtun og hinsvegar námskeið (“workshop”) um aðferðir hennar og hún ráðleggur fólki sem hefur áhuga á því að þjálfa sig upp í því að semja lög á stuttum tíma.
Mikilvægt er að þátttakendur taki með sér útprentuð textablöð með ljóðum eða textum á ensku, þýsku eða afrikaans. Þeir mega bæði vera frumsamdir og ekki.
Skráning fer fram í tölvupóstfanginu bragi@korstjori.is og Bragi veitir einnig frekar upplýsingar í tölvupósti sé þess óskað.
Verð er aðeins kr 6.900 á hvern þátttakanda og aðeins um 25 pláss eru í boði.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING