Mánudaginn 2. september 2024 býður Söngskólinn í Reykjavík upp á master class námskeið fyrir söngnemendur og söngvara með óperusöngvaranum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni.
Ólafur Kjartan stendur nú á hátindi ferils síns og hefur síðustu ár sungið burðarhlutverk í mörgum af virtustu óperuhúsum heims. Master class námskeiðið er einstakt tækifæri fyrir söngnemendur og söngvara til að læra af einum af þeim íslensku óperusöngvurum sem hvað lengst hafa náð í sínu fagi.
Lágmarkskrafa til að taka þátt í námskeiðinu er að hafa lokið grunnprófi í einsöng.
Þátttökugjald nemenda Söngskólans í Reykjavík er 12.000 kr.
Þátttökugjald nemenda utan Söngskólans í Reykjavík er 15.000 kr.
Hægt er að fylgjast með námskeiðinu sem áheyrandi og er gjaldið þá 2.000 kr.
Kaffi er innifalið fyrir virka þátttakendur og áheyrendur.
Þátttökugjald nemenda Söngskólans í Reykjavík er 12.000 kr.
Þátttökugjald nemenda utan Söngskólans í Reykjavík er 15.000 kr.
Hægt er að fylgjast með námskeiðinu sem áheyrandi og er gjaldið þá 2.000 kr.
Kaffi er innifalið fyrir virka þátttakendur og áheyrendur.
Námskeiðið fer fram mánudaginn 2. september kl. 14:00-18:00 í sal Söngskólans í Reykjavík við Laufásveg 49-51. Vinsamlegast athugið að fjöldi virkra þátttakenda er takmarkaður.
Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://docs.google.com/…/1FAIpQLSePiIB0rVyqXO…/viewform