Dísella Lárusdóttir

Kennari

Dísella Lárusdóttir

Grammy-verðlaunahafinn Dísella Lárusdóttir hefur unnið hvern listrænan sigurinn á fætur öðrum sem söngkona og hefur unnið að mestu við Metrópólitan-óperuna í New York á sínum starfsferli. Söngur hennar hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, til að mynda í stórblaðinu New York times sem hrósaði henni fyrir fádæma nákvæmni í bland við magnaða túlkun.
Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitan Óperunni í mars 2013 en síðan þá hefur hún sungið í hinum ýmsu uppsetningum og hafa fjórar þeirra, Francesca da Rimini eftir Riccardo Zandonai, Rusalka eftir Antonin Dvorák, Marnie eftir Nico Muhly og Akhnaten e. Philip Glass ratað í beina útsendingu í kvikmyndahús um allan heim.
Dísella hefur einnig látið til sín taka á óperusviðinu í Evrópu á síðustu árum en frumraun hennar á meginlandinu var í óperu Albans Berg, Lulu, í Róm 2017. Dísella hefur víða komið fram sem einsöngvari á tónleikasviði, meðal annars í Carnegie Hall í New York, Disney Hall í Los Angeles ásamt fjölda annarra tónlistarhátíða í Bandaríkjunum.
Dísella hóf störf sem kennari hjá Listaháskóla Íslands árið 2020, þar sem hún starfar enn, og mun nú hefja einnig störf hjá Söngskólanum í Reykjavík í haust.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING