Sævar Helgi Jóhannsson er starfandi tónskáld, kennari og píanóleikari. Hann hóf tónlistarnám sitt í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og FÍH áður en hann fór í LHÍ þar sem hann tók BA gráðu í Tónsmíðum. Samhliða gráðunni fékk Sævar píanótíma hjá Kjartani Valdemarssyni og Eyþóri Gunnarssyni. Eftir útskrift starfaði Sævar við hin ýmsu verkefni ásamt því að kenna, þ.á.m. samdi hann frumsamda tónlist fyrir leikhúsuppfærslur og stuttmyndir, vann lagasmiðjur og tónlistarverkefni með fólki í endurhæfingu og gaf út fimm plötur með sinni eigin tónlist (bæði undir fyrra listamannsnafni sínu S.hel og núverandi listamannsnafni Sævar Jóhannsson). Sjötta platan er í fullum undirbúningi og fær að líta dagsins ljós á næsta ári.
Sævar kennir við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Grafarvogi. Hann stundar nú mastersnám í Tónsmíðum við LHÍ, með fjórar óperur framundan þar sem hann sinnir hlutverki tónlistarstjórnanda (þar af þrjár með Sviðslistahópnum Óði) og að fylgja útgáfu stuttmyndar sem hann skoraði tónlistina við. Stuttmyndin ber titillinn „Weather Rules the Field, but Whim the Child“ eftir Kötlu Sólnes og var m.a. sýnd á kvikmyndahátíðunum Shortshorts & Asia í Tókýó og RIFF í Reykjavík árið 2024.