Kennari

Gissur Páll Gissurarson

Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari hóf söngferil sinn 11 ára gamall í titilhlutverki Oliver Twist eftir Charles Dickens í Þjóðleikhúsinu. Gissur Páll hóf formlegt söngnám árið 1997 við Söngskólann í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar. Árið 2001 hóf Gissur Páll nám við Conservatorio G.B. Martini í Bologna hjá Wilma Vernocchi. Að loknu námi í Bologna lærði Gissur Páll hjá Kristjáni Jóhannssyni.
Gissur Páll steig sín fyrstu skref sem einsöngvari á óperusviðinu árið 2003, og hefur síðan sungið fjölda hlutverka og tónleka. Gissur Páll hefur tekið þátt í söngvarakeppnum í tvígang og unnið til verðlauna í báðum. Hann hlaut 3. verðlaun í alþjóðlegu söngvarakeppninni Flaviano Labò árið 2005 og 2. verðlaun í Alþjóðlegu söngvarakeppninni Brescia árið 2006 en þar fékk hann einnig sérstök verðlaun gagnrýnenda. Gissur Páll hefur komið víða fram, t.d. í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu, Japan og Bandaríkjunum svo eitthvað sé nefnt.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING