Þórunn Lárusdóttir á að baki farsælan feril sem leikkona en hún hefur starfað hjá öllum helstu leikhúsum landsins. Hún var fastráðin við Þjóðleikhúsið í tólf ár, lék þar ótal hlutverk af öllum stærðum, jafnt skapgerðarhlutverk sem og í gamanleikritum og söngleikjum. Meðal annars Línu Lamont í “Syngjandi í rigningunni,” Annette í “Vígaguðinum” og Aðalheiði í „Eldhús eftir máli.“
Hún hefur leikið ótal hlutverk hjá sjálfstæðum leikhópum, nýverið annað aðalhlutverka í verkinu Samdrættir eftir Mike Bartlett, í Tjarnarbíói, sem hlaut einróma lof gagnrýnenda og áhorfenda.
Hún hefur mikið unnið með Gaflaraleikhúsinu, í farandsýningum með Leikhópnum Lottu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Nokkur eftirminnileg hlutverk eru einleikurinn “Cellophane” eftir Björk Jakobsdóttur sem var sýnd á leiklistarhátíðinni í Edinborg, Sally Bowles í Kabarett í íslensku óperunni en hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir frammistöðu sína þar, Auður í Litlu hryllingsbúðinni í Borgarleikhúsinu og einleikurinn The Saga of Guðríður, sem fór m.a. á leikferðalag um Bandaríkin.
Hún hefur mikið unnið með Gaflaraleikhúsinu, í farandsýningum með Leikhópnum Lottu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Nokkur eftirminnileg hlutverk eru einleikurinn “Cellophane” eftir Björk Jakobsdóttur sem var sýnd á leiklistarhátíðinni í Edinborg, Sally Bowles í Kabarett í íslensku óperunni en hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir frammistöðu sína þar, Auður í Litlu hryllingsbúðinni í Borgarleikhúsinu og einleikurinn The Saga of Guðríður, sem fór m.a. á leikferðalag um Bandaríkin.
Hún er einnig leikstjóri og hefur stýrt sýningum í atvinnuleikhúsi, hjá leikfélögum og í framhaldskólum, nú síðast söngleiknum „Gæjar og píur“ í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.
Þórunn starfar einnig sem söngkona. Hún er ein af Dívunum fjórum (ásamt Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur, Margréti Eir og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur) sem hafa sungið söngleikjatónlist í Salnum undanfarið. Hún hefur sungið inn á fjölda geisladiska og komið fram á ótal tónleikum víða um land, m.a. með systrum sínum Ingibjörgu og Dísellu.
Geislaplöturnar eru meðal annarra: “Þórunn Lár. og félagar”, “Álfar og fjöll” (Gullplata) ásamt Friðriki Karlssyni og “Jólaboð” með þremur systrum.
Geislaplöturnar eru meðal annarra: “Þórunn Lár. og félagar”, “Álfar og fjöll” (Gullplata) ásamt Friðriki Karlssyni og “Jólaboð” með þremur systrum.
Þórunn er einnig menntuð í kvikmyndagerð og hefur starfað við skriftir, framleiðslu og leikstjórn auk þess sem hún hefur leikið heilmörg hlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum á ferlinum sem spannar yfir tuttugu og fimm ár.