STAÐUR & STUND

14. febrúar, 2025

DIETRICH – Sigríður Ásta Olgeirsdóttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, kennari við Söngskólann í Reykjavík, skrifaði handritið og leikur og syngur titilhlutverkið í leiksýningunni DIETRICH, sem nú er á fjölunum í Sjálfstæðissalnum, Parliament Hotel.

„Þú situr í reykmettuðum tónleikasal. Ljósin dofna á kristalsljósakrónunni í loftinu. Ekkert er eftir nema kringlóttur ljóspunktur á sviðinu.

Inn í ljósið gengur kona í demantsskreyttum kjól og hvítum pels sem dregst eftir gólfinu.“

DIETRICH er ný íslensk leiksýning um hina goðsagnakenndu Marlene Dietrich.

Leyfðu þér að ferðast aftur í tímann í sýningu þar sem þér gefst færi á að upplifa stemningu stríðsáranna, millistríðsáranna og gullaldarinnar í Hollywood sem og eldheit ástarsambönd, örvæntingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld.

Ferðalagið í gegn um líf, feril, ástir og ævintýri Marlene Dietrich er bæði nostalgísk stund fyrir öll þau sem eftir söngkonunni muna, sem og bergmál af ævilangri baráttu konu gegn stríði og staðalímyndum síns samtíma.

Flytjendur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson

Höfundur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir

Leikstjóri: Snædís Lilja Ingadóttir

Framleiðandi: Bláir englar

Miðasala: https://tix.is/event/18651/dietrich

14. febrúar, 2025

DIETRICH – Sigríður Ásta Olgeirsdóttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, kennari við Söngskólann í Reykjavík, skrifaði handritið og leikur og syngur titilhlutverkið í leiksýningunni DIETRICH, sem nú er á fjölunum í Sjálfstæðissalnum, Parliament Hotel. „Þú situr í reykmettuðum tónleikasal. Ljósin dofna á kristalsljósakrónunni í loftinu. Ekkert er eftir nema kringlóttur ljóspunktur á sviðinu. Inn í ljósið gengur kona í demantsskreyttum kjól og hvítum pels sem dregst eftir gólfinu.“ DIETRICH er ný íslensk leiksýning um hina goðsagnakenndu Marlene Dietrich. Leyfðu þér að ferðast aftur í tímann í sýningu þar sem þér gefst færi á að upplifa stemningu stríðsáranna, millistríðsáranna og gullaldarinnar í Hollywood sem og eldheit ástarsambönd, örvæntingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld. Ferðalagið í gegn um líf, feril, ástir og ævintýri Marlene Dietrich er bæði nostalgísk stund fyrir öll þau sem eftir söngkonunni muna, sem og bergmál af ævilangri baráttu konu gegn stríði og staðalímyndum síns samtíma. Flytjendur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Jóhann Axel Ingólfsson Höfundur: Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Leikstjóri: Snædís Lilja Ingadóttir Framleiðandi: Bláir englar Miðasala: https://tix.is/event/18651/dietrich
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin:

Mán. 11:00-17:00

Þri. 09:00-15:00

Mið. 12:00-17:00

Fim. 11:00-17:00

Fös. 10:00-15:00

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING