STAÐUR & STUND

4. febrúar, 2025

Egill Árni Pálsson master class 4.2.

Í dag kennir Egill Árni Pálsson tenórsöngvari nemendum í Ljóða- og aríudeild Söngskólans í Reykjavík á master class.
Egill lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008 og fluttist til þýskalands sama ár. Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti, Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið: Cavaradossi(Tosca), Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog (Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesverbot), Bobby(Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua(Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski (Candide), Alfred (Die Fledermaus), Adam (Der Vogelhändler) og fleiri. Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins og David L. Jones í New York, Janet Williams, Prof. Edwin Scholz og Prof. Wolfgang Millgramm í Berlín. Að auki hefur hann sótt einkatíma hjá: Kristni Sigmundssyni, Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa. Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir. Egill hefur lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David Jones Voice Studio í New York.
Meðal verkefna á Íslandi síðustu ár má nefna Madama Butterfly, Tosca og Kúnstpása hjá Íslensku Óperunni, fjölmargir tónleikar með ÓP-hópnum og Raddir Reykjavíkur, tónleikaferð til Seattle auk verkefna eins og Paukenmesse eftir Haydn, Lobegesang eftir Mendelssohn, Mozart Requiem og tónleikaröðin Brautryðjendur.
Árið 2016 kom út fyrsta plata Egils, Leiðsla.

4. febrúar, 2025

Egill Árni Pálsson master class 4.2.

Í dag kennir Egill Árni Pálsson tenórsöngvari nemendum í Ljóða- og aríudeild Söngskólans í Reykjavík á master class.
Egill lauk námi frá Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur árið 2008 og fluttist til þýskalands sama ár. Hann tók þátt í og vann til verðlauna í keppnum eins og Kammeroper Schloss Rheinsberg og Oper Schloss Laubach. Í kjölfarið bauðst honum að taka þátt í viðburðum eins og Classic Open Air í Berlin ásamt sópransöngkonunni Lucia Aliberti, Gala tónleikum í Mercedes World í Berlín og Das Lied von der Erde í Frankfurt og Berlín. Egill var fastráðinn við Gerhardt-Hauptmann Óperuhúsið í Görlitz árið 2010. Meðal hlutverka sem hann hefur sungið: Cavaradossi(Tosca), Tamino (Die Zauberflöte), Caramello og Herzog (Eine Nacht in Venedig), Rodolfo (La boheme), Luzio (Das Liebesverbot), Bobby(Besuch der Alten Dame), Duka di Mantua(Rigoletto), Governor/Vanderdendur/Prince Ragotski (Candide), Alfred (Die Fledermaus), Adam (Der Vogelhändler) og fleiri. Egill hefur ferðast víða til að læra hjá bestu kennurum sem völ er á eins og David L. Jones í New York, Janet Williams, Prof. Edwin Scholz og Prof. Wolfgang Millgramm í Berlín. Að auki hefur hann sótt einkatíma hjá: Kristni Sigmundssyni, Johan Botha, Reiner Goldberg, Elisabeth Mayer-Topsöe og Kiri Te Kanawa. Meðal stjórnenda sem hann hefur unnið með og sótt tíma hjá eru: Martin Fischer-Dieskau, Kevin McCutcheon, Howard Griffiths og Frank Strobel svo einhverjir séu nefndir. Egill hefur lokið 4 ára námi í kennslu og söngtækni við David Jones Voice Studio í New York.
Meðal verkefna á Íslandi síðustu ár má nefna Madama Butterfly, Tosca og Kúnstpása hjá Íslensku Óperunni, fjölmargir tónleikar með ÓP-hópnum og Raddir Reykjavíkur, tónleikaferð til Seattle auk verkefna eins og Paukenmesse eftir Haydn, Lobegesang eftir Mendelssohn, Mozart Requiem og tónleikaröðin Brautryðjendur.
Árið 2016 kom út fyrsta plata Egils, Leiðsla.
Scroll to Top

Hér á síðunni er að finna flest það sem þú þarft að vita um Söngskólann, en ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur. Skrifstofan er opin frá 9 – 16 alla virka daga.

HAFA SAMBAND

SAMFÉLAGSMIÐLAR

STAÐSETNING